Opin vísindi

From Representation to Dialogue: Polarization, Emotions, and Moral Arguments in Political Discourse

From Representation to Dialogue: Polarization, Emotions, and Moral Arguments in Political Discourse


Titill: From Representation to Dialogue: Polarization, Emotions, and Moral Arguments in Political Discourse
Höfundur: Schledorn, Jeremias
Leiðbeinandi: Jón Ólafsson
Útgáfa: 2024
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
ISBN: 978-9935-9736-5-8
Efnisorð: Doktorsritgerðir; Skautun; Siðferðiskenningar; Orðræðugreining; Tilfinningar; Polarization; Moral theory; Discourse ethics; Emotions; Menningarfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4844

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Political polarization is often explained by emotions. Not only are emotions widely exploited as a political strategy, e.g., by populist parties, but furthermore, points of view are often discredited as based on mere emotion as opposed to so-called “rational” thought. The goal of this dissertation is to present a more constructive reflection on emotions in public discourse, focusing on normative dissents. Political discourse can be understood as an effort of participants to avoid being redescribed, i.e. avoid the situation where other participants describe them and argue against them on the basis of the resulting redescriptions. Strategies of redescription limit the other’s possibilities to reply to a presented argument, as well as the chances of a mutual understanding. Such a way of arguing is problematic for both political and moral reasons, harming both the redescribed other and the democratic process through increased polarization. Some aspects of this have already been discussed as Epistemic Injustice or Political Gaslighting. I propose to look at political debate as a dialogue and a result of a creative process rather than the mere exchange of self-enclosed logical arguments. Looking at debates merely as a series of arguments participants construct and exchange risks falling into redescriptive patterns. In centering around the avoidance of being redescribed on the one hand, and the value of dialogue on the other, this dissertation argues that the idea that with language, discourse, as well as our stories of who we are and what our lives are supposed to be about, always remain open-ended, is useful to see political debate and moral argument as a creative process. I connect the work of Martha Nussbaum and Richard Rorty to Walt Whitman and his idea of the subject ‘containing multitudes’. As a result, understanding the linguistic means by which individuals interact with the world and others as mere tools will be presented as a key idea in a pragmatist discussion of the problem of redescription and dialogue, and of the emotionalization and polarization of public debate that can result from them. An approach to dealing with polarization and redescription starts by seeing oneself as open-ended. To define oneself as something, then, is merely a tool to be able to keep living one’s life according to that very description. Democratic participation becomes about becoming one’s own, full person and about keeping, rather than being kept from, evolving. To come to be oneself implies to maintain positive relationships towards others, based on mutual recognition rather than redescriptions or categorizations of them. The final chapter will propose some preliminary criteria to evaluate arguments along the lines discussed in this project.
 
Frá endurskilgreiningu til samræðu: Skautun, tilfinningar og röksemdir í stjórnmálaumræðu. Skautun í pólitískum viðhorfum er iðulega skýrð út frá tilfinningum. Bæði höfða stjórnmálaöfl á borð við popúliska flokka til tilfinninga og sömuleiðis er oft gert lítið úr skoðunum sem taldar eru byggja á tilfinningum einum frekar en svokallaðri skynsemishugsun. Markmið þessarar ritgerðar er að gefa uppbyggilegri mynd af tilfinningum í opinberri orðræðu, með áherslu á siðferðilega andspyrnu. Stjórnmálaorðræðu má skilja í ljósi viðleitni þeirra sem taka þátt í henni til að forðast endurskilgreiningu, það er, forðast aðstæður þar sem aðrir þátttakendur í umræðu skilgreina þá og nota skilgreiningu sína til að ráðast á viðhorf þeirra. Aðferðir endurskilgreiningar takmarka möguleika þeirra sem fyrir henni verða til að svara gagnrökum og draga úr líkum á sameiginlegum skilningi. Því skapar þessi tegund röksemdafærslu vanda bæði siðferðilega og pólítskt. Þeir sem fyrir henni verða líða fyrir það auk þess sem grafið er undan lýðræði með því að stuðla að skautun. Sumar hliðar þessa eru þekktar úr umræðum um þekkingarlegt ranglæti og pólitíska gaslýsingu. Ég held því fram að stjórnmálaumræður sé best að skilja sem samræður og sem árangur af sköpunarferli frekar en sem orðaskipti þar sem skipst er á einangruðum röksemdafærslum. Hætt er við því að með því að skilja umræður einungis sem flokk röksemda sem þátttakendur í umræðunum orða og setja fram hver við annan, verði þær ofurseldar gagnkvæmum endurskilgreiningum. Með því að beina sjónum annars vegar að viðleitninni til þess að forðast endurskilgreiningu og gildi samræðunnar hins vegar eru hér færð rök fyrir því að það sé gagnlegt að sjá stjórnmálaumræður og siðferðileg rök sem skapandi ferli sem snýst um tungumálið, orðræðu og sögurnar sem við segjum af okkur sjálfum og því lífi sem við viljum lifa. Ég tengi verk Mörthu Nussbaum og Richards Rorty við Walt Whitman og hugmynd hans um sjálfið sem „inniheldur aragrúa“. Af þeirri tengingu leiðir pragmatísk umræða um endurskilgreiningu og samræður, sem byggir á því að reyna að skilja þá miðla tungumálsins sem einstaklingar nota í samskiptum sínum við annað fólk og ytri veruleika og hvernig opinber umræða tekur á sig skautaða og tilfinningahlaðna mynd. Með því að þroska opinn og breytilegan sjálfskilning er hægt að takast á við skautun og endurskilgreiningu. Að skilgreina sjálfan sig sem eitthvað er því aðeins tæki sem stuðlar að því að maður geti hagað lífi sínu á ákveðinn hátt. Lýðræðisleg þátttaka fer þá að snúast um að verða sjálfstæð og heilsteypt manneskja sem heldur áfram að breytast og þroskast frekar en að komið sé í veg fyrir það. Að verða maður sjálfur felur í sér að haldið sé jákvæðum tengslum við aðra og byggt á gagnvæmri viðurkenningu frekar en endurskilgreiningu eða flokkun. Lokakafli ritgerðarinnar leggur fyrstu línur um hvernig megi leggja mat á röksemdir út frá þeim hugmyndum sem settar eru fram í fyrri köflum hennar.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: