Opin vísindi

Íslensk myndlist í erlendri gagnrýni : Frá Georg Gretor til Gregorys Volk

Íslensk myndlist í erlendri gagnrýni : Frá Georg Gretor til Gregorys Volk


Titill: Íslensk myndlist í erlendri gagnrýni : Frá Georg Gretor til Gregorys Volk
Höfundur: Sigurjónsdóttir, Æsa
Útgáfa: 2023-12-19
Tungumál: Íslenska
Umfang: 677096
Deild: Íslensku- og menningardeild
Birtist í: Ritið; 23(3)
ISSN: 1670-0139
DOI: 10.33112/ritid.23.3.4
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4637

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Sigurjónsdóttir , Æ 2023 , ' Íslensk myndlist í erlendri gagnrýni : Frá Georg Gretor til Gregorys Volk ' , Ritið , bind. 23 , nr. 3 , bls. 91-118 . https://doi.org/10.33112/ritid.23.3.4

Útdráttur:

„Hvað er það sem gerir íslenska list svona öðruvísi, svo aðlaðandi? Hvort sem það er frá hugmyndafræðilegu, tilraunakenndu eða ljóðrænu sjónarhorni, þá er íslensk samtímalist dæmi um það sem listamenn annarra þjóða berjast við að ná: hún er bein og ósvikin. Hún leikur sér að mærum listgreinanna. Áhugavert samstarf listamanna, tónlistarmanna, leikara, hönnuða eða höfunda er normið. Listin nærist af sterkri, skapandi orku sem beinlínis gerir hvern einstakling af […] íbúum eyjarinnar bæði að menningarþega og menningarhöfundi.“ Þannig lýsti þýski listfræðingurinn Christian Schoen íslenskri samtímalist rétt fyrir hrun. Á sama tíma og íslenskir myndlistarmenn hasla sér völl erlendis, erlendir listamenn setjast að á Íslandi og listamönnum af erlendum uppruna fjölgar, þá virðist listgagnrýni enn snúast að miklu leyti um að skilgreina sérstöðu íslenskrar myndlistar út frá landfræðilegum og náttúrulegum forsendum. Í greininni er sjónum beint að skrifum erlendra listgagnrýnenda sem allir settu mark sitt á íslenska listasenu á 20. og 21. öld. Þetta eru Georg Gretor (1892–1943), Hjörvarður Árnason (1909–1986), Gregory Volk (f. 1961) og Christian Schoen (f. 1970). Rýnt er í merkingu hins sértæka í íslenskri myndlist og reynt að varpa ljósi á hvernig listgagnrýni hefur mótað myndlist og myndlistarsögu á Íslandi því, eins og bandaríski listfræðingurinn James Elkins benti á, þá byggir listasaga smáþjóðanna á listgagnrýni í sýningarskrám, dagblöðum og tímaritum. Því er haldið fram að í stað þess að lýsa eingöngu samhengi, þá sé árangursríkara að beita orðræðugreiningu til að komast að því hvaða menningarlegu og pólitísku hagsmunir liggi að baki listgagnrýni hverju sinni.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: