Opin vísindi

Þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við upphaf meðgöngu á Norðurlandi árin 2004-2022

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskólinn á Akureyri
dc.contributor Landspítali
dc.contributor.author Jónsdóttir, Kamilla Dóra
dc.contributor.author Hrólfsdóttir, Laufey
dc.contributor.author Gunnarsson, Björn
dc.contributor.author Jónsdóttir, Ingibjörg
dc.contributor.author Halldórsson, Þórhallur Ingi
dc.contributor.author Smárason, Alexander Kristinn
dc.date.accessioned 2024-05-04T01:04:11Z
dc.date.available 2024-05-04T01:04:11Z
dc.date.issued 2024-04-08
dc.identifier.citation Jónsdóttir , K D , Hrólfsdóttir , L , Gunnarsson , B , Jónsdóttir , I , Halldórsson , Þ I & Smárason , A K 2024 , ' Þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við upphaf meðgöngu á Norðurlandi árin 2004-2022 ' , Læknablaðið , bind. 110 , nr. 4 , bls. 200-205 . https://doi.org/10.17992/lbl.2024.04.789
dc.identifier.issn 0023-7213
dc.identifier.other 221274488
dc.identifier.other d0b6d9ac-c2a8-4ab6-b664-c40fc3e69315
dc.identifier.other 38517407
dc.identifier.other 85188628229
dc.identifier.other unpaywall: 10.17992/lbl.2024.04.789
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/4901
dc.description Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved.
dc.description.abstract INNGANGUR Ofþyngd og offita barnshafandi kvenna er ört vaxandi lýðheilsu­vandamál um allan heim, að Íslandi meðtöldu. Meðgöngukvillar og frávik í fæðingu eru algengari meðal þessara kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun líkamsþyngdar við upphaf meðgöngu meðal kvenna á Norðurlandi 2004 til 2022, og hvort marktæk breyting hafi orðið á algengi ofþyngdar og offitu í þessum hópi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn þversniðsrannsókn gerð á konum búsettum á Norðurlandi sem fæddu á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2004 til 2022 (N=7410). Upplýsingar um aldur, fjölda fyrri fæðinga, hæð og þyngd móður fyrir meðgöngu voru fengnar úr fagrýnisgrunni fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) kvennanna var reiknaður út frá uppgefinni hæð og þyngd, og miðgildi LÞS ásamt hlutfalli (%) kvenna í hverjum LÞS-flokki var reiknað fyrir fjögur árabil. NIÐURSTÖÐUR Miðgildi LÞS hækkaði úr 24,5 kg/m2 á árunum 2004-2008 í 26,2 kg/m2á síðasta árabilinu, 2019-2022. LÞS hækkaði að jafnaði um 0,15 kg/m2 með hverju ári sem leið (p<0,001). Algengi kjörþyngdar lækkaði úr 53% í 40%. Samsvarandi hliðraðist dreifingin milli LÞS-flokka öll í átt að hærri LÞS, en hlutfall kvenna í offituflokki 1 (LÞS 30,0-34,9) fór úr 12,8% í 17,3%. Hlutfall kvenna tvöfaldaðist (3,7% í 8,1%) í offituflokki 2 (LÞS 35,0-39,9) og þrefaldaðist (1,6% í 4,8%) í offituflokki 3 (LÞS ≥40,0). ÁLYKTUN Líkamsþyngd barnshafandi kvenna á Norðurlandi hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin 19 ár og eru nú 30% þeirra með offitu við upphaf meðgöngu. Mikilvægt er að skoða nánar áhrif þessa á meðgöngu og fæðingu, og hvernig minnka megi þau áhrif og snúa þróuninni við. INTRODUCTION: Prepregnancy overweight and obesity is an increasing public health issue worldwide, including Iceland, and has been associated with higher risk of adverse maternal and birth outcomes. The aim of this study was to investigate trends in prepregnancy weight amongst women in North Iceland from 2004 to 2022, and the prevalence of overweight and obesity in this population. MATERIAL AND METHODS: This retrospective cross-sectional study included all women who gave birth at Akureyri Hospital in North Iceland between 2004 and 2022 (N = 7410). Information on age, parity, height, and prepregnancy weight was obtained from an electronic labour audit database. Body mass index (BMI) was calculated from self-reported height and weight, and the median BMI and proportions in each of the six BMI categories were calculated for four time periods. RESULTS: Median BMI increased significantly from 24.5 kg/m2 in 2004-2008 to 26.2 kg/m2 in 2019-2022. On average, BMI increased by 0.15 kg/m2 with each passing year (p<0.001). The prevalence of normal weight decreased from 53% to 40% and the entire BMI distribution shifted towards a higher BMI. The proportion of women in obesity class I (BMI 30.0 - 34.9) increased from 12.8% to 17.3%, the proportion of women in obesity class II (BMI 35.0 - 39.9) doubled (3.7% to 8.1%) and tripled in obesity class III (BMI ≥ 40.0; 1.6% to 4.8%). CONCLUSION: Prepregnancy weight of women in Northern Iceland has gradually increased over the last 19 years and 30% of pregnant women are now classified as obese. Further studies on the subsequent effects on maternal and birth outcomes are needed, with a focus on strategies to decrease adverse effects and reverse this trend.
dc.format.extent 6
dc.format.extent 848111
dc.format.extent 200-205
dc.language.iso is
dc.relation.ispartofseries Læknablaðið; 110(4)
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Næringarfræðingar
dc.subject Female
dc.subject Pregnancy
dc.subject Humans
dc.subject Overweight/diagnosis
dc.subject Retrospective Studies
dc.subject Prevalence
dc.subject Iceland/epidemiology
dc.subject Cross-Sectional Studies
dc.subject Obesity/diagnosis
dc.subject Body Mass Index
dc.subject Pregnancy Complications/diagnosis
dc.subject pregnancy
dc.subject Iceland/ epidemiology
dc.subject overweight
dc.subject obesity
dc.subject prepregnancy body mass index
dc.subject Iceland/epidemiology
dc.subject obesity
dc.subject overweight
dc.subject pregnancy
dc.subject prepregnancy body mass index
dc.subject Almenn læknisfræði
dc.title Þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við upphaf meðgöngu á Norðurlandi árin 2004-2022
dc.title.alternative Prevalence and Trends in Prepregnancy Overweight and Obesity in Northern Iceland 2004-2022
dc.type /dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article
dc.description.version Peer reviewed
dc.identifier.doi 10.17992/lbl.2024.04.789
dc.relation.url http://www.scopus.com/inward/record.url?scp=85188628229&partnerID=8YFLogxK
dc.contributor.department Matvæla- og næringarfræðideild
dc.contributor.school Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu